Stelpurnar mæta Keflavík b í Blue-höllinni í dag kl. 16:00 í Keflavík
Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn annan leik við Keflavík b í dag kl. 16:00 í Blue-höllinni. Stelpurnar áttu frábæran leik við Fjölnisstelpur í síðustu viku og unnu þær 69-63 hér heima. Nú er bara að krossa fingur og vonast til þess að þær komi með sama krafti inn í þennan leik eins og síðasta og komi heim með tvö stig.
Staðan í deildinni eftir þrjá spilaða leiki í 1.umferð er...
1. Njarðvík - 2 stig (1/0)
2. ÍR - 2 stig (1/0)
3. Tindastóll - 2 stig (1/0)
4. Grindavík - b - 0 stig (0/0)
5. Fjölnir - 0 stig (0/1)
6. Keflabík - b - 0 stig (0/1)
7. Hamar - 0 stog (0/1)
Þá er gaman að segja frá því að Tess er stigahæsti leikmaðurinn með 29 stig en á eftir henni kemur Króksarinn Birna Eiríksdóttir með 22 stig en hún spilar með ÍR í dag. Tess er einnig eini leikmaður deildarinnar sem er með 100% nýtingu í vítaskotum:)
Hvetjum alla sem geta að mæta á leikinn í Keflavík og styðja stelpurnar okkar til sigurs.
Áfram Tindastóll
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.