Stefnum ótrauðar á utanför í sumar
Stelpurnar í 3. flokki kvenna í fótbolta hjá Tindastóli stefna á það að fara erlendis í æfinga og keppnisferð í sumar.
Til að fjármagna ferðina hafa stelpurnar staðið í ýmsum fjáröflunum það sem af er vetri, klósettpappírsölu, kökubösurum, rækjusölunni sem er núna á síðustu metrunum. Á næstu dögum ætla þær að selja hátíðarkaffi og eftir jól verður fiskisala. Það sem er nýtt er að stelpurnar ætla að opna jólakortapósthús á morgun í Vallarhúsinu þar sem fólk getur komið með jólakortin sín sem stelpurnar bera þau út í bænum fyrir jólin.
Stelpurnar vilja koma því á framfæri að þær eru tilbúnar ásamt foreldrum sínum að vinna þau verk sem bæjarbúar og fyrirtæki hafa handa þeim í fjáröflunarskyni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.