Stefán R. Gíslason er látinn

Stefán R. Gíslason. MYND GG
Stefán R. Gíslason. MYND GG

Stefán Reyn­ir Gísla­son kór­stjóri og org­an­isti varð bráðkvaddur á heim­ili sínu hinn 17. októ­ber síðastliðinn, 68 ára að aldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu á mbl.is

Stefán fædd­ist á Sauðár­króki 23. októ­ber 1954. Hann ólst upp í Miðhús­um í Akra­hreppi í Skagaf­irði, son­ur hjón­anna Guðrún­ar Stef­áns­dótt­ur og Gísla Jóns­son­ar.

Stefán stundaði fyrst nám við Tón­list­ar­skóla Skaga­fjarðar og síðar við Tón­list­ar­skóla Ak­ur­eyr­ar og Tón­skóla þjóðkirkj­unn­ar. Þaðan lauk hann námi, m.a. í kór­stjórn og raddþjálf­un. Árið 1991 tók Stefán ein­leik­ara­próf í org­ell­eik.

Hann starfaði sem aðstoðarskóla­stjóri við Tón­list­ar­skóla Skaga­fjarðar til fjölda ára. Stefán var stjórn­andi Karla­kórs­ins Heim­is í Skagaf­irði í tæp 40 ár, eða nær óslitið frá 1985 til dauðadags. Hann lék und­ir og út­setti lög fyr­ir Álfta­gerðis­bræður allt frá því að þeir sungu fyrst sam­an op­in­ber­lega árið 1987. Þá var Stefán org­an­isti og kór­stjóri Glaum­bæj­ar­prestakalls frá 1984. Einnig stóð hann fyr­ir margs kon­ar tón­leika­haldi í Skagaf­irði í ára­tugi og spilaði með dans­hljóm­sveit­um á yngri árum.

Árið 2015 hlaut Stefán ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir fram­lag sitt til tón­list­ar­lífs á lands­byggðinni. Einnig hlaut hann Sam­fé­lags­verðlaun Skaga­fjarðar árið 2021.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Stef­áns er Mar­grét S. Guðbrands­dótt­ir. Dæt­ur þeirra eru: Halla Rut, Guðrún, hún lést árið 1978, Berg­lind, eig­inmaður henn­ar er Sig­ur­geir Agn­ars­son, og Sara Katrín, eig­inmaður henn­ar er Hjör­leif­ur Björns­son. Barna­börn­in eru fjög­ur; þau Stefán Rafn, Árni Dag­ur, Hinrik og Guðrún Katrín.

Útför Stef­áns fer fram frá Sauðár­króks­kirkju föstu­dag­inn 27. októ­berklukk­an 14.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir