Starfsfólki veittar viðurkenningar

jolafundur heilbrigdisstofnunÁ árlegum Jólafundur HS var haldin í sal dvalarheimilis þann á dögunum voru að venju veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf og dygga þjónustu við heilbrigðisstofnunina

 

Fyrir 15 ára starf fengu Kristín R. E. Jóhannesdóttir, Sigurlaug M. Maronsdóttir og Sveinn Sverrisson áletrað úr að gjöf.  Fyrir 30 ára starf var Aðalbjörgu Vagnsdóttur og Guðbjörgu Pálmadóttur afhent gjafakort að upphæð 30 þúsund kr. hvorri.  Starfsmenn sem láta af störfum á árinu 2009 vegna aldurs eru:  Birna Halldórsdóttir, Eygló Jónsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Heiðrún Friðriksdóttir og Kristín Jóhannsdóttir.  Var þeim afhentur blómavöndur og kærleikskúla.  Framkvæmdastjórn HS þakkar kærlega fyrir vel unnin störf.

Boðið var upp á kaffi og meðlæti og sýnd var stórmyndin Undir bláhimni sem gerð var af starfsmönnum árið 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir