Staða deildarstjóra ferðamáladeildar laus
Hólaskóli auglýsir á heimasíðu sinni lausa til umsóknar stöðu deildarstjóra ferðamáladeildar Háskólans á Hólum Við deildina er lögð stund á rannsóknir og boðið háskólanám í ferðamálafræði og viðburðastjórnun.
Í auglýsingu um stöðuna á heimasíðu skólans segir;
Aðsókn og umsvif deildarinnar hafa farið ört vaxandi undanfarin ár. Starfsaðstaða deildarinnar í háskólaþorpinu á Hólum er góð, þar er jafnframt fjölskylduvænt samfélag í nánum tengslum við náttúruna.
Í starfinu felst:
- fagleg ábyrgð á innra starfi deildarinnar sem og samstarfi við atvinnulíf, stoðkerfi og fræðasvið ferðamála
- dagleg stjórnun ferðamáladeildar og starfsmanna hennar
- ábyrgð á stefnu, áætlanagerð og rekstri deildarinnar
- þátttaka í daglegri stjórnun Háskólans á Hólum
- rannsóknir og kennsla
Við leitum að einstaklingi með:
- framhaldsmenntun á sviði ferðamálafræða eða tengdum fræðasviðum, hæfi sem háskólakennari skv. lögum
- reynslu af stjórnun, rannsóknum, kennslu og þróunarstarfi
- leiðtogahæfileika; ábyrgð, frumkvæði, virðingu, færni í mannlegum samskiptum og getu til að stýra samstarfi innan deildar sem utan
- áhuga á að leiða metnaðarfullan og starfssaman hóp sem hefur sett sér eftirfarandi gildi: - Fagmennska - Gagnrýnin hugsun - Samvinna og samstarf - Samþætting fræða og framkvæmdar – Sjálfbærni - Virðing
Starfið er laust frá 1. maí 2010 og umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2010.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.