Spilað um Óttarsbikarinn

Óttarsbikarinn afhentur. Mynd: Salaskoli.is Í Salaskóla í Kópavogi hefur skapast sú hefð að blásið er til körfuboltamóts í unglingadeildinni á aðventunni. Nú var spilað um bikar tileinkuðum minningu Óttars Bjarkan húsvarðar skólans.
Á heimasíðu Salaskóla segir að í fyrsta skipti hafi verið spilað um svokallaðan Óttarsbikar sem er til minningar um Óttar Bjarkan, fyrrverandi húsvörð Salaskóla, sem lést í byrjun þessa árs. Strákar í 10. bekk Salaskóla fengu bikarinn afhentan í fyrsta skipti fyrir frækilega framgöngu í körfuboltanum. Óttarsbikarinn mun ávallt verða varðveittur innan skólans og bikarinn fá þeir sem sýna sérlega góða frammistöðu í körfuboltanum.

Óttar Bjarnason

Óttar var bakarameistari og rak lengi Sauðárkróksbakarí við góðan orðstýr allt þar til hann flutti í Kópavog fyrir fáeinum árum. Seinast gengdi hann starfi húsvarðar við Salaskóla og mun hafa verið afar vinsæll sem slíkur hjá starfsfólki og nemendum skólans.
palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir