Spes sveitamarkaður og Grettisból á Laugarbakki munu hefja starfsemi sína þann 17. júní n.k.
Markaðurinn er vettvangur handverksfólks, matvælaframleiðenda, listamanna, ferðaþjónustu og áhugamanna um víkingatímabilið, til að koma sínar vörur og þjónustu á framfæri. Sveitamarkaður með sögulegu ívafi var fyrst haldinn á Laugarbakka árið 2009 með góðum árangri.
Markmið með markaðnum er að efla afþreyingu fyrir ferðamenn og heimamenn með framboði af gæðavörum, og í samstarfi við Grettistak að efla fjölskylduvæn afþreying í anda Grettis sögu sterka. Einnig að skapa atvinnutækifæri í dreifbýli.
Handverksþátturinn er alfarið í höndum Verslunarminjasafns Bardúsa á Hvammstanga, til að tryggja gæði og fjölbreytni. Mikil vöruþróun hefur átt sér stað á námskeiðum og mun verða margt nýtt á boðstólum. Einnig má búast við fjölbreyttu framboði af matvælum á markaðnum.
Grettistak leggur fram húsnæði undir markaðinn. Á vegum þess er starfræktur leikvangur í anda Grettis sögu sterka á Laugarbakka, þar sem gestir geta reynt krafta sína og fimi, auk þess sem sögustundir og uppákomur munu vera í boði. Stór steinhringur með eldstæði í miðjunni býður upp á sögustundir, söngskemmtun og margt fleira. Ókeypis er inn á svæðið og eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar.
Sjálfboðaliðar eru að gera húsið klárt og hirða garðinn, svo að markaðurinn getur opnað fyrir gesti og viðskiptavini þann 17. júní kl. 13 á Laugarbakka.
Opnunartími í sumar er sem hér segir (nema annað verði tilkynnt seinna): Opið verður frá fimmtudögum til sunnadaga, á tímabili 17. júní og út ágúst. Fimmt. frá 13 – 18, Föst. frá 13 – 20, Laugard. og sunnudagar frá 11 – 18.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.