Sparisjóður býður í leikhús
feykir.is
Skagafjörður
06.05.2009
kl. 14.57
Sparisjóður Skagafjarðar býður viðskiptavinum sínum á afmælissýningu Leikfélags Sauðárkróks í kvöld kl. 20.00.
Að sögn Karls Jónssonar markaðsfulltrúa sparisjóðsins tóku viðskiptavinir vel í þetta framtak sem í senn var styrkur við leikfélagið og skemmtilegt framtak gagnvart viðskiptavinum sjóðsins. Allir miðarnir eru gengnir út og óskar sparisjóðurinn leikhúsgestum kvöldsins ánægjulegrar kvöldstundar.
Í hléi mun sparisjóðurinn bjóða sýningargestum upp á fría gosdrykki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.