Spænskunámskeið í Húsi frítímans
feykir.is
Skagafjörður
01.11.2009
kl. 12.42
Boðið verður upp á spænskunámskeið næstu fimm fimmtudaga í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Námskeiðið hefst þann 5. nóvember kl 20:15 og er námskeiðsgjald einungis 1500 kr og mun sá peningur renna í magnað spænskt menningarkvöld sem haldið verður 4. desember. Alexandra Chernyshova mun leiða námskeiðið.
Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 2. nóvember. Hægt er að skrá sig hjá starfsmönnum Húss frítímans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.