Sönghátíð í Húnaveri um helgina

Rökkurkórinn

Sönghátíð verður haldin í Húnaveri laugardaginn 9. janúar þegar nokkrir kórar koma saman í sameiginlegri kvöldskemmtun. Þetta eru Samkórinn Björk, Kór Blönduósskirkju, Rökkurkórinn og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.

Skemmtunin hefst kl. 20:30 en húsið opnar kl. 20:00.

Á dagskrá er kórsöngur, kvöldverður, dansleikur og fleira. Hljómsveitin Haldapokarnir leika fyrir dansi. Miðaverð er kr. 5.000,- og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Ath. greiðslukort eru ekki tekin, einungis beinharðir peningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir