Sólstöðumót GSS

Margrét Helga Hallsdóttir, sigurvegari í Sólstöðumóti GSS. Aðsend mynd.
Margrét Helga Hallsdóttir, sigurvegari í Sólstöðumóti GSS. Aðsend mynd.

Sólstöðumót GSS fór fram laugardagskvöldið 20. júní í fínu veðri. Mótið hófst kl 21 og spilaðar voru níu holur. Veður var gott og skorið sömuleiðis. Þátttaka var frábær, 30 manns. Margrét Helga Hallsdóttir fór með sigur af hólmi og fékk sérsniðinn bikar.

Sólstöðumótið er arftaki gömlu Jónsmessumótanna en síðasta mót var árið 2013. Mótið var fyrst haldið árið 1990 og þá var það Hjörtur Guðmundsson sem sigraði. Sigurvegarar hafa fengið nafn sitt letrað á bikarinn. Aðeins ein kona hefur áður fengið nafn sitt á bikarinn en það er Ingileif Ólafsdóttir. 

 

 


/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir