Sögusetrið óskar eftir samstarfssamning

soguseturArna Björg Bjarnadóttir, fyrir hönd Söguseturs íslenska hestsins, hefur sent sveitarfélaginu Skagafirði ósk um samstarfssamning til þriggja ára sem tryggi Sögusetri eitt stöðugildi.

Sögusetrið hyggst sumarið 2010 opna fyrsta hluta sýningar um íslenska hestinn. 
Var erindi Örnu Bjargar tekið fyrir á Byggðaráðsfundi sem samþykkti að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2010. Jafnframt var erindinu vísað til umfjöllunar í  atvinnu- og ferðamálanefnd og menningar- og kynningarnefnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir