Söfnun til styrktar Jóhönnu

Jóhanna Helga SigtryggsdóttirJóhanna Helga Sigtryggsdóttir á Hvammstanga hefur lengi glímt við erfið veikindi  sem hafa skaðað nýru hennar. Eftir að hafa verið á biðlista eftir nýju nýra í tvö ár þá kom kallið og var nýtt nýra grætt í Jóhönnu nú fyrir skemmstu. Aðgerðin fór fram í Danmörku og eins og gefur að skilja var um stóra og kostnaðarsama aðgerð að ræða.

Til að rétta Jóhönnu hjálparhönd þá hafa vinir hennar farið af stað með söfnun vegna aðgerðarinnar og veikinda Jóhönnu síðustu ár. Þeir sem vettlingi geta valdið er bent á reikning í Sparisjóði Hvammstanga og munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er 1105-05-403403, kt. 160483-3189

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir