Söfnun fyrir Rebekku Maríu

Fjölskylda Rebekku

Rebekka María Jóhannesdóttir, 22 ára gömul kona úr Hafnarfirði, berst nú fyrir forræði sjö ára og tæplega tveggja ára gamalla bræðra sinna eftir að móðir þeirra féll frá í ágúst sl. Í águst 2007 lést faðir Rebekku Maríu í bílslysi. Skyldmenni og vinir Rebekku ætla að standa fyrir söfnun á Sauðárkróki um helgina.

Rebekka á tengs norður á Sauðárkrók en faðir hennar, Jóhannes Guðmundsson, er fæddur og uppalinn þar en flutti fyrir margt löngu á brott.

Í sumar þegar Rebekku Maríu var það ljóst að móðir hennar ætti stutt eftir ólifað þá fór hún að gera ráðstafanir til að þau systkynin verði ekki aðskilin eftir andlát móður þeirra. Móðir hennar hafði látið lögfræðing þinglýsa pappírum þar sem fram komu óskir hennar um að Rebekka fengi forræði yfir strákunum og þeir muni alast upp saman.

Styrktarfélagið Hönd í Hönd hóf söfnun í október með sölu barmmerkja þann 16. október sl. á fertugs afmæli Soffíu heitinnar, móður Rebekku Maríu og bræðra hennar og urðu viðtökur framar vonum.

 Seld verða merki til styrktar Rebekku Maríu á Sauárkróki um helgina og kostar það 500 kr. og rennur andvirðið óskipt til Rebekku Maríu og bræðra hennar.

Söfnunarreikningur er: Kt. 431105 2090 (Hönd í Hönd styrktarfélag) banki: 0140 26 161009

Rebekka María hefur haldið úti bloggi og HÉR er hægt að lesa bloggfærslu Rebekku Maríu skömmu eftir að móðir hennar lést 25. ágúst s.l.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir