Söfnun á rúlluplasti og áburðarsekkjum á fimmtudag

Þann 24. júní n.k. er ætlunin að  fram fari söfnun á rúlluplasti í Húnavatnshreppi. Einnig verða hirtir tómir áburðarsekkir.

Vegna endurvinnslunnar mega áburðarsekkirnir ekki blandast rúlluplastinu og því er nauðsynlegt að sameina þá td. með því að binda þá saman.
Þeir bændur sem óska eftir því að nýta sér þessa þjónustu vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnavatnshrepps í síma 452-4660 fyrir fimmtudaginn 24 júní nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir