Snorri sækir um Íbúðarlánasjóð
feykir.is
Skagafjörður
18.06.2010
kl. 10.11
Snorri Styrkársson er meðal 26 umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs en Guðmundur Bjarnason sem hefur sinnt starfinu sl. 10 ár mun láta af störfum þann 1. júlí næstkomandi.
Á meðal annarra umsækjenda eru Ásta H Bragadóttir, aðstoðar framkvæmdastjóri Íbúðarlánasjóðs. Hallur Magnússon, ráðgjafi og fyrrverandi sviðsstjóri hjá Íbúðarlánasjóði og Yngvi Örn Kristjánsson fyrrverandi aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra.
Ekki liggur fyrir hvenær ráðið verður í stöðuna en verið er að taka viðtöl við umsækjendurna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.