Snjóþekja og hálkublettir
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.09.2009
kl. 09.22
Vegfarendur ættu að fara varlega á fjallvegum þar sem snjólínan færist æ neðar. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er snjóþekja á Holtavörðuheiði og á Þverárfjalli og hálkublettir eru í Vatnsskarði.
Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Þorskafjarðarheiði, Tröllatunguheið og Steinadalsheiði. Snjóþekja er á ströndum, Steingrímsfjarðarheiði, Kleifaheiði, Þungfært er um Klettsháls, Hálfdán, og Hrafnseyrarheiði, þæfingsfærð er á Dynjandisheiði.
Búast má við því að þetta taki upp þegar líður á daginn. Varað er við sandfoki í Hvalnesi. Aðrir vegir eru greiðfærir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.