Snilldar sumaruppskriftir

Það voru þau Garðar Páll Jónsson og Guðný Kristín Jónsdóttir sem áttu uppskriftir vikunnar í 22. tbl. Feykis árið 2010. Þau buðu upp á gómsæta melónu í forrétt, kjúklingabringur með mangó í aðalrétt og rabarbaraböku í eftirrétt.

Forréttur

  • 1 hunangsmelóna eða 2 cantaloupemelónur
  • 1 pakki hráskinka
  • ½ poki kletta salat
  • ½ pecorino eða parmesan ostur
  • Grófmuldur rósapipar
  • Gróft sjávarsalt
  • Ólífuolía

Flysjið melónuna og skerið í sneiðar. Setjið hana á stórt fat og dreifið hráskinkunni, ostinum og salatinu yfir. Smakkið til með olíu, salti og pipar.

 

Aðalréttur

  • Kjúklingabringur með mangó
  • 400g kjúklingabringur
  • ½ ts salt
  • ½ pipar
  • 2 msk. Matarolía
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 msk. Karrý
  • ½ krukkar mangó chutney (ca. 100 g)
  • 2 dl. Matreiðslurjómi

Bringurnar hreinsaðar og skornar í fingurþykkar sneiðar, kryddað með salti og pipar. Sneiðarnar snöggsteiktar í olíu og varist að steikja of mikið. Hvítlaukurinn er saxaður og mýktur í olíu. Karrí, mangó chutney og rjómanum er bætt út á pönnuna og látið sjóða við vægan hita í þrjár mín. Borið fram með grænmeti, hrísgrjónum og snittubrauði.

 

Eftirréttur

Rabarbarabaka

  • 2 egg
  • 400g rabarbari
  • ½ dl hveiti
  • 21/2 dl sykur

Þessu er blandað saman í skál og sett í eldfast mót. Þegar þetta er komið í mótið er bætt ofan á bökuna;

  • 11/2 dl.púðursykri
  • 13/4 dl hveiti
  • 50g smjöri

Bakað við 200 gráður í 45 mín. Borið fram með vanilluís.

Verði ykkur að góðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir