Smáauglýsingar á Feykir.is
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að nú bjóðum við uppá ókeypis smáauglýsingar hér á Feykir.is. Það var mikið mundu nú einhverjir segja, þar sem smáauglýsingarnar voru á sínum tíma vinsæll partur af Skagafjordur.com. Ættu þeir sem notuðu smáauglýsingarnar hér áður að geta tekið gleði sína á ný.
Tekið skal fram að stjórnendur vefsins verða að samþykkja auglýsinguna áður en hún birtist á vefnum.
Athugið að ekki verður veitt samþykki á auglýsingar þar sem verið er að selja eða markaðsetja vörur í miklu magni eða þjónustu, t.d. frá umboðssölu einstaklinga eða auglýsingar frá fyrirtækjum og stofnunum.
Einnig hefur verið unnið í hraða síðunnar og ætti hraðinn að hafa aukist talsvert þegar flett er á milli síðna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.