Slökkviliðsstjóri uppfyllir ekki skilyrði
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
20.01.2010
kl. 09.17
Nýráðinn slökkviliðsstjóri í Austur-Húnavatnssýslu uppfyllir ekki skilyrði sem gerð eru til slökkviliðsstjóra að mati Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem lítur málið alvarlegum augum.
Stjórn Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu ákvað 8. janúar sl. samhljóða að ráða Jóhann K. Jóhannsson í starf slökkviliðsstjóra en Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna gerir alvarlegar athugasemdir við þá ráðningu og segir að hann vanti löggildingu sem slíkur.
Sverrir Björn Björnsson formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna segir að sambandið líti málið alvarlegum augum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.