Slökkviliðsmenn vilja 30 km hámarkshraða
Félag slökkviliðsmanna í Skagafirði fagnar í dag fimmtán ára afmæli sínu með veislu og hátíðarhöldum í Slökkvistöðinni á Sauðárkróki. Þar munu slökkviliðsmenn úr öllum firðinum ásamt gestum sitja veislukaffi og afmælisdagskrár.
Af tilefni þessara tímamóta sendi félagið bréf og skoraði á sveitarstjórn Sv.fél. Skagafjarðar að taka sig á í umferðar og öryggismálum á Sauðárkróki. Bréfið er svohljóðandi:
Sveitarstjórn Skagafjarðar.
Í tilefni af 15 ára afmæli Félags slökkviliðsmanna í Skagafirði, skorum við á sveitarstjórnina að fylgja eftir, eins hratt og unnt er, ákvörðun sem er í nýju deiliskipulagi um að taka niður hámarkshraða í húsagötum, niður í 30 km/klst. Við teljum þetta eitt það brýnasta málefnið til að bæta umferðaröryggi í Skagafirði.
Með von um skjót viðbrögð.
Stjórn Félags slökkviliðsmanna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.