Slökkviliðið kveikir í

Hamar brennur Mynd: Slökkvilið Hvammstanga

Norðanáttin greinir frá því að slökkviliðið á Hvammstanga hefur verið önnum kafið við reykköfunaræfingar undanfarið. Á dögunum var haldin reykköfunaræfing í húsnæði Meleyrar, nánar tiltekið þar sem Ferskar afurðir voru til húsa.

 Annað tækifæri til æfinga dúkkaði upp nú fyrir stuttu því það stóð til að brenna eyðibýlið Hamar sem stendur rétt fyrir neðan Mörk. Þetta tækifæri bar brátt að og voru slökkviliðsmenn kallaðir út og mættu 10 menn til æfingar. Því miður var húsið of illa farið til þess að það væri mögulegt að reykkafa í því. Í staðinn hjálpuðu hinir vösku menn til við að kveikja og slökkva í húsinu.  Myndir frá þessu  og öðrum uppákomum hjá Slökkviliðinu má skoða HÉR

/Norðanátt.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir