Skyldi vera ísbjörn á leiðinni?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
18.06.2010
kl. 09.19
Vísir greinir frá því að stór borgarísjaki sást í gærkvöldi rúmlega tíu sjómílur norðvestur af Skagatá, sem er í minni Skagafjarðar, vestanverðu. Skip, sem átti leið um þessar slóðir sigldi líka í gegn um ísspöng, sem getur verið varasöm skipum, að sögn skipstjórans.
Borgarísjakinn hefur ekki verið skoðaður í návígi og því er ekki vitað hvort ísbjörn kunni að vera á honum, en þeir berast með borgarísjökum hingað til lands. Ekki eru nema tvö ár síðan tveir ísbirnir komu á land í Skagafirði og verður því forvitnilegt að vita hvort fleiri úr ísbjarnarfjölskyldunni nemi land í Skagafirði á næstunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.