Skuldin hærri en launatekjur allra vinnandi manna
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
14.10.2009
kl. 08.29
Skuld stofnfjáreigenda í Sparisjóði Húnaþings og stranda er hærri en árstekjur allra vinnandi manna í Húnaþingi vestra og Bæjarhreppi eða um 2 milljarðar á genginu í dag.
Samkvæmt upplýsingum Feykis eru hluti þessarar skuldar á eindaga nú í desember en þar er um svokallað kúlulán að ræða sem tekið var í Landsbankanum. Hafa skuldarar greitt vexti af láninu í tvö ár en eiga síðan að greiða skuld sína að fullu nú í desember. - Ekki liggur fyrir hvað gerist í desember, segir Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV. -En hin blákalda staðreynd málsins er að höfuðstól lánsins á að greiða í eingreiðslu nú í desember, bætir hann við.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.