Skrifað undir á Old Trafford

Ingvi Hrannar og Stefán Arnar skrifa undir leikmannasamning á Old Trafford

Bræðurnir Stefán Arnar og Ingvi Hrannar Ómarssynir skrifuðu undir tveggja ára samning við Tindastól nú fyrir skemmstu.  Piltarnir sem eru miklir stuðningsmenn Manchester United, skelltu sér til Manchester um daginn og skrifuðu undir samningana á Old Trafford.

Engu er líkara en þeir bræður hafi komið fyrstir á leikinn. Mynd: Ómar Bragi

-Þetta var gert svona til gamans enda hæg heimatökin, sagði Ómar Bragi Stefánsson stjórnarmaður knattspyrnudeildar Tindastóls og faðir drengjanna. –Við fórum saman feðgarnir og sáum tvo leiki með Manchester, annan á móti Blackburn Rovers og hinn á móti CSKA Moskva í Meistaradeildinni. Við notuðum tækifærið og skrifuðum undir samninginn á þessum flotta stað.

Stefán og Ingvi hafa verið máttarstólpar í liði Tindastóls og er það vel til fundið að skrifa undir á leikvangi þess sigursæla liðs sem Man. Utd. er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir