Skráningum í Ferðaþjónustu bænda fjölgar

ferdatjonusta_baenda_logoÍ bændablaðinu er sagt frá því að á þessu ári hefur áhugi bænda á að skrá sig í Ferðaþjónustu bænda aukist til muna frá fyrra ári.

Aðilar allsstaðar að af landinu óska eftir inngöngu í félagið og meira ber á að bændur sem eru utan alfaraleiðar setji á fót ferðaþjónustu af einhverju tagi að sögn Marteins Njálssonar, formanns Félags ferðaþjónustubænda.

  Mikill áhugi er hjá bændum að ganga í félagið en Ferðaþjónusta bænda er með mikla og víðtæka þekkinu og reynslu í þessum málaflokki. -Ferðaþjónustuaðilar eru að sækjast í að komast undir okkar merki því við erum með 30 ára gamalt viðurkennt gæðakerfi, segir Marteinn .

/bbl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir