Skráning hafin á Jólamót Tindastóls
Jólamót Tindastóls í körfuknattleik verður haldið laugardaginn 26. desember, annan dag jóla. Mótið verður í sama formi og undanfarin ár.
Keppt verður í tveimur aldursflokkum í karlaflokki, annars vegar opnum flokki og síðan í 35+ flokki. Í kvennaflokki er gert ráð fyrir einum flokki. Einnig geta einstaklingar skráð sig og verður þeim raðað niður í lið fyrir upphaf móts. Þátttakendur verða að vera 16 ára og eldri. Þátttökugjald er einnig það sama og undanfarið eða 12 þúsund á lið og 1000 krónur á einstaklinga.
Skráning er á netföngin halldorh@domstolar.is og johannhs@simnet.is, einnig er hægt að skrá sig í síma 8931836. Taka þarf fram nafn liðs og forráðamanns og í hvorum flokknum ef um karlalið er að ræða.
Ljúka þarf skráningu fyrir kl. 22 þann 25. desember. Áætlað er að mótið hefjist um kl. 12 þann 26. desember.
/Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.