Skötuveisla í Sveinsbúð
feykir.is
Skagafjörður
23.12.2009
kl. 09.25
Nú fer skötuilmurinn að færast yfir borg og bý og mörg félagasamtök bjóða vinum og velunnurum upp á veislu. Félagar í björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Saðárkróki verða með árlegt skötuhlaðborð sem hefst kl. 11.00 og stendur til kl. 14.00.
Undanfarin ár hefur skapast mikil og góð stemning hjá sveitinni en um 160 manns mættu í skötuna í fyrra. Fyrir þá sem ekki kunna að meta hið dásamlega hnossgæti sem skatan er, verður einnig á boðstólnum saltfiskur, siginn fiskur, pizzur og hugsanlega eitthvað fleira að sögn þeirra bjargara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.