Skólarnir byrja

Fyrsti dagurinn. MYND:GG
Fyrsti dagurinn. MYND:GG

Varmahlíðarskóli var settur í gær miðvikudaginn 24. ágúst stundvíslega klukkan 9. Það var mikil tilhlökkun í börnunum að byrja í skólanum eftir gott sumarfrí. Í Varmalíðarskóla þetta skólaárið eru 105 börn sem hefja skólagöngu í 1-10 bekk, þar af 8 sem eru að byrja í 1.bekk.  Þau koma úr flestum hinna fornu hreppa Skagafjarðar og aka sum hver ansi langa leið til að komast í skólann.

Fyrstu skóladagarnir eru ekki langir og byrja á hreyfidögum, þá þrufa börnin að vera klædd eftir veðri og mæta með sundföt þannig að þau fá ágæta aðlögun eftir gott sumarfrí. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá strax í næstu viku. Að endingu viljum við minna ökumenn á að gæta sín sérstaklega vel í nágrenni við skólana því nú yðar þar allt af lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir