Skólar hefja kennslu í dag og morgun

Mynd; Varmahlíðarskóli.

Í dag er 1. virki vinnudagur á nýju ári auk þess sem margir skólar hefja kennslu á nýjan leik eftir gott jólafrí nú í morgunsárið.

Í Varmahlíð og Árskóla hófst kennsla nú upp úr átta en  Grunnskólinn austan vatna hefur starfsemi sína að nýju eftir jólafrí á morgun þriðjudag. Fjölbrautaskólanemar geta tekið tvo næstu daga í að snúa sólahringnum við á nýjan leik en kennska hefst hjá þeim á miðvikudag.

Grunnskólanemendur á Blönduósi sofa trúlega enn vært en þeir hefja ekki nám fyrr en á  morgun það sama á við nemendur í Höfðaskóla og í Húnavallaskóla. Það sama á við í Grunnskóla Húnaþings vestra þar sem kennsla hefst á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir