Skógarhögg á Bessastöðum

 Bændur á Bessastöðum í Hrútafirði plöntuðu fyrir sex árum 1000 birkiplöntum og 1000 lerkiplöntum í skógræktarsvæði á landareign sinni auk þess að setja niður fjórfalt, 500m langt  skjólbelti.
Var plöntunum plantað í framhaldi af samningi sem búið gerði við Norðurlandsskóga árið 2000  um nytjaskógrækt á um 32 hekturum og um skjólbeltarækt.
Skjólbeltaverkefnið felst í að planta tvöföldum skjólbeltum með í það minnsta einni hlið þegar spildum er lokað með grasfræi.
Ef alaskavíðir, líkt og notaður er í skjólbelti, er ekki klipptur fyrstu árin, meðan hann er að róta sig, þá er mikil hætta á að hann brotni í hvössu veðri. Elstu trén í skjólbeltinu voru klippt niður á dögunum en trén voru í framhaldinu kurluð og kurlið síðan notað í reiðhöllinni á Bessastöðum til þess að gera gólfið mýkra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir