Skóflustunga tekin að verknámsviðbyggingu
Jón F Hjartarson skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu Verknámshúss skólans að viðstöddu fjölmenni.
Það var myndarlegur hópur nemenda skólans ásamt kennurum, aðilum tengdum verkinu og öðrum gestum sem voru viðtaddir þegar verksamningurinn var undirritaður í Bóknámshúsi FNV fyrr í dag. Að lokinni undirskrift og ávarpi skólameistara var haldið að Verknámshúsi þar sem skóflustungan var tekin.
Yfirfarin og leiðrétt tilboðsupphæð er kr. 150.277.482 og var það verktakafyrirtækið Eykt sem hana bauð. Áætlað er að hefja vinnu við grunninn strax á morgun og áætlað er að verkinu verði lokið um mánaðarmót ágúst – september á næsta ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.