Skipulagstillögur fyrir Sauðárkrók komnar á Netið

Íbúafundur á Sauðárkróki. Mynd: Skagafjörður.is

Mánudaginn 23. nóvember  var haldinn íbúafundur í FNV, um skipulagsmál á Sauðárkróki. Alta ráðgafafyrirtæki kynnti tillögur að nýju aðalskipulagi fyrir bæinn auk rammaskipulagsuppdrætti.

Hægt er að nálgast tillögudrögin á Skagafjörður.is  Vakin er athygli á því að íbúum gest kostur á að koma ábendingum á framfæri til 17.desember. Sitt sýnist hverjum um ágæti tillagnanna og er fólk hvatt til að gera athugasemdir ef því þykir þurfa og nýta sér sinn lýðræðislega rétt um þróun byggðarinnar á Króknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir