Skinfaxi 100 ára

Forsida_4_09Skinfaxi, blað Ungmennafélags Íslands, fagnar merkum tímamótum í sögu blaðsins um þessar mundir, en 100 ár eru síðan fyrsta blaðið var gefið út.  Frá því að fyrsta blaðið var gefið út í október 1909 hefur það verið gefið út óslitið, ekki fallið út einn árgangur, sem að öllum líkindum er einsdæmi um tímaritaútgáfu á Íslandi.

Á þessu tímabili hafa 25 einstaklingar komið að ritstjórn blaðsins en fyrsti ritstjórinn var Helgi Valtýsson kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Skinfaxi kemur út fjórum sinnum á ári.

Frá upphafi hefur Skinfaxi verið öflugur málsvari ungmennafélagshreyfingarinnar, sambandsaðilanna og heildarsamtakanna. Markmiðið með útgáfu Skinfaxa hefur verið óbreytt í hundrað ár. Að segja fréttir og vera með frásagnir úr starfi ungmennafélaga og þeim verkefnum sem heildarsamtökin hafa haft forystu um eða unnið í samstarfi við aðra.

Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að í tilefni af þessum tímamótum verði farið í samstarf við Þjóðarbókhlöðuna um að skanna inn öll tölublöð Skinfaxa og í framtíðinni verða henni send öll eintök af blaðinu á pdf-formi. Þannig varðveitist þessi sögulegi fjársjóður ungmennafélagshreyfingarinnar um leið eykst aðgangur almennings að þeim fróðleik sem þetta málgagn hreyfingarinnar hefur vakið athygli á hverju sinni og gildi hans fyrir land og lýð.

Fréttatilkynning

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir