Skíðin ruku út
feykir.is
Skagafjörður
02.11.2009
kl. 10.24
Í gær var haldinn útivistamarkaður Skíðadeildar Tindastóls í Húsi frítímans. Margir komu með gömlu útifötin sem voru orðin of lítil og seldu eða jafnvel skiptu þeim út.
Skíði og skíðaútbúnaður seldist eins og heitar lummur og skammt var liðið frá opnun markaðarins þegar flest öll skíði voru seld. Mikil traffík var í húsinu að sögn markaðshaldara en að minnsta kosti 100 manns gerðu sér ferð á staðinn til að gera góð kaup.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.