Skíðasvæðið í Tindastóli opið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
04.01.2010
kl. 16.00
Skíðasvæðið í Tindastól var opnað um helgina í fyrsta sinn þennan skíðaveturinn. Er óhætt að fullyrða að gestir tóku vel við sér en á þriðja hundrað manns sóttu svæðið um helgina.
Nægur snjór er í Tindastóli. Opið er á svæðinu í dag, mánudag til kl. 18.00 og opnað aftur á fimmtudag. Árskort fyrir börn kostar 9.000.- og 16.000 fyrir fullorðna. Dagpassinn kostar 800 fyrir börn og 1500 fyrir fullorðna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.