Skert starfshlutfall og atvinnuleysisbætur

Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008, var samþykkt bráðabirgðaákvæði með lögum um atvinnuleysistryggingar, þar sem heimilað er að greiða atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli. Ákvæðið átti að renna út um áramótin, en Alþingi samþykkti í desember að framlengja gildistíma ákvæðisins til 30. júní nk.

Reglan á við þegar fyrirtæki þarf að skerða starfshlutfall starfsmanna sinna þegar um „ tímabundna aðgerð er að ræða vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði sem rekja má til efnahagsþrenginganna sem hófust í október 2008“. Gert er ráð fyrir að þessi tímabundna breyting á ráðningarsamningi vari í þrjá mánuði í senn.

 Starfshlutfallið þarf að vera lækkað um 20% hið minnsta og hinn tryggði haldið að lágmarki 50% starfshlutfalli.

Sjá nánar á vef ASÍ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir