Skemmtun í Bjarmanesi í kvöld

Í kvöld 10. desember kl. 20:30 verður haldin skemmtun í Bjarmanesi á Skagaströnd. Um er að ræða dálitla tilraun til að vega upp á móti niðurdrepandi krepputali og bölsýni. Fyrir framtakinu stendur hópur Skagstrendinga sem finnst tilveran of góð til að eyða henni í stöðuganbarlóm:

 „Við neitum því að láta kreppuna stjórna lífi okkar heldur tökum á móti jólum og hækkandi sól með gleði í hjarta ... Þess vegna ætlum við að koma saman og stofna Gleðibankann.“ Segir á vef Skagastrandar.

Dagskrá kvöldsins
 • Gleðibankinn, kynning og stofnun
 • Skagstrendskar skopsögur
 • Sagt frá skeri nokkru sem er enn kaldara, í máli og myndum
 • Afsláttardagurinn kynntur og gleðikortið afhent            
 • Tónlist, uppspretta gleðinnar
 • Upplestur úr jólabókum
 • Afhending hlutabréfa
 • Fallbyssan: Öllu neikvæðu skotið út í hafsauga           
 • Kaffi, kakó og kökur í boði Sjóvá

Við skrifum bölsýnina og vandamálin á litla miða, setjum þá í fallbyssuna og svo skjótum við ófögnuðinum út í geiminn. Búið ...!!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir