Skemmtilegt sundmót Kiwanis og Tindastóls

Mynd: Tindastóll.is

Sundmót Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og Sunddeildar Tindastóls var haldið í Sundlaug Sauðárkróks miðvikudaginn í síðustu viku. Mótið fór fram í góðu veðri og var vel sótt og hörkuspennandi.

 

 

 

 

Að loknu móti buðu Kiwanismenn til pizzuveislu að Mælifelli þar sem verðlaunaafhendingin fór fram.   Allir þátttakendur 10 ára og yngri fengu þátttökuverðlaun.  Kiwanismótið er stigamót og voru veitt sérstök verðlaun til stigahæsta sundmannsins í hverjum aldursflokki.  Þeir voru:

 

Jóhannes Friðrik Ingimundarson í flokki sveina

Sóley Ösp Sverrisdóttir í flokki meyja

Hjalti Arnarsson í flokki drengja

Eva Margrét Hrólfsdóttir í flokki telpna

Trausti Þorsteinsson í flokki pilta

Sunneva Jónsdóttir í flokki stúlkna

 

Frekari úrslit í sundinu má finna HÉR

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir