Skemmtileg kennslustund
Nemendur í 5. og 6. bekk Húnavallaskóla fóru á dögunum í ásamt náttúrufræðikennara, í gönguferð niður að Svínavatni. Þar átti að skoða lífríkið og safna ýmsum upplýsingum.
Hinir ungu og efnilegu vísindamenn gerðu hinar ýmsu mælingar og athuganir og skráðu allt vandlega niður. Þegar þeim verkefnum var lokið var farið að safna lífverum í Bótarlæknum. Allir voru með háf og mikið kapp hljóp í mannskapinn við veiðarnar. Fljótt voru hornsílin sem komin voru í krukkurnar farin að skipta tugum og ekki minnkaði kappið eða gleðin þegar við bættust fleiri tegundir af vatnalífverum. Hreyknir veiðimenn gengu síðan til baka og afrakstur söfnunarinnar var skoðaður í skólastofunni. Þar var hluti hans settur í búr en hinu skilað aftur í lækinn. Svo er að sjá hvernig gengur að halda lífinu í dýrunum í vetur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.