Skemmdarvargar á ferð
feykir.is
Skagafjörður
07.12.2009
kl. 08.10
Lögreglan hafði samband við Feyki.is en tvær undanfarnar helgar hafa verið unnin skemmdarverk á ljósakrossinum á Nöfunum auk þess sem ártalið sem prýðir Nafirnar hefur verið tekið úr sambandi í tvígang.
Að sögn lögreglu eru skemmdarverkin af því taginu að þau séu ekki á færi barna og því ljóst að fullorðið fólk fari um bæinn og skemmi jólaskreytingar. Biður lögregla þá sem hafi einhverja vitneskju um verknaðinn að hafa samband.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.