Skelltu sér í sjóinn

 

Benedikt og Sarah klæða sig úr í flæðarmálinu.

Benedikt Lafleur, Sarah Jane Emely Caid og Sigurður Jónsson létu frost og funa ekki aftra sér frá því að fara í árlegt jólabað í sjónum við Suðurgarðinn á Sauðárkróki.

 

Og út í ískaldan sjóin fóru þau.

Sjósundkapparnir mættu kappklædd til leiks en voru fljót að láta klæðin fjúka í flæðarmálinu og svellköld skelltu þau sér í sjóinn þrátt fyrir að úti væri 3 gráðu frost. -Þetta er ekki svo kalt kallaði Sarah Jane þegar þau héldu út í sjóinn þar sem þau tóku sundtök í nokkrar mínútur áður en þau héldu aftur upp úr sjónum og beint í snjóinn enda enginn heitur pottur hér líkt og í Nauthólsvík.

Siggi Jóns kom rétt á eftir þeim.

 

 

 

 

 

 

 

Og líkt og þau hin skellti hann sér í sjóinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjósundkapparnir syntu nokkurn spöl í ísköldum sjónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir