Skagstrendingar taka þátt í rekstri Tindastóls

Myndin er tekin í Tindastól sl. vetur.

 Sveitastjórn Skagastrandar hefur samþykkt að leggja 300 þúsund í rekstur á Skíðasvæði Tindastóls fyrir rekstraárið 2010.

 

Er þetta á svipuðum forsendum og undan farin þrjú ár en Skagstrendingar hafa verið duglegir við að nýta sér skíðasvæðið í Tindastóli fyrir æfingar og ekki síður til þess að leika sér á skíðum.

 

Húnavatnshreppur hafnaði erindi Skíðadeildar Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir