Skagstrendingar hvetja innviðaráðherra að tryggja fjármögnun endurbóta á Blönduósflugvelli

Sjúkraflug á Alexandersflugvelli. Bent er á í bókun Skagstrendinga að Blönduósflugvöllur sé eini flugvöllurinn á milli fjallveganna um Holtavörðuheiði og Þverárfjall/Vatnsskarð og gegni því afar mikilvægu öryggishlutverki fyrir íbúa og vegfarendur Húnavatnssýslna. Mynd: PF.
Sjúkraflug á Alexandersflugvelli. Bent er á í bókun Skagstrendinga að Blönduósflugvöllur sé eini flugvöllurinn á milli fjallveganna um Holtavörðuheiði og Þverárfjall/Vatnsskarð og gegni því afar mikilvægu öryggishlutverki fyrir íbúa og vegfarendur Húnavatnssýslna. Mynd: PF.

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar í morgun lagði oddviti hennar, Halldór Gunnar Ólafsson, fram bókun sem sveitarstjórn tók samhljóða undir, þar sem innviðaráðherra er hvattur til að tryggja fjármögnun endurbótum á Blönduósflugvelli.

Bókunin er eftirfarandi: „Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hvetur hæstvirtan innviðaráðherra til að tryggja fjármögnun á löngu nauðsynlegum endurbótum á Blönduósflugvelli í endurskoðaðri samgönguáætlun.

Blönduósflugvöllur er eini flugvöllurinn á milli fjallveganna um Holtavörðuheiði og Þverárfjall/Vatnsskarð. Hann gegnir því afar mikilvægu öryggishlutverki fyrir íbúa og vegfarendur Húnavatnssýslna þegar alvarleg slys eða veikindi ber að höndum. Sérstaklega á þetta við þegar færð um fjallvegi spillist og ekki er hægt að tryggja öryggi fólks með öðrum hætti en sjúkraflugi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir