Skagfirsku danslögin í Salnum
Tónleikarnir Skagfirsku danslögin sem fram fóru í vor á Sæluvikunni á Sauðárkróki, verða endurteknir þann 4. nóvember í Salnum í Kópavogi. Miðasala er hafin á á www.salurinn.is og á www.tix.is en einnig er hægt hringja í Salinn og kaupa miða, að sögn Huldu Jónasdóttur skipuleggjanda.
Á fésbókarsíðu viðburðarins segir:
„Nú gefst Skagfirðingum í Reykjavík og öðrum tækifæri að heyra og sjá tónleikana sem slógu svo rækilega í gegn. Vegna fjölda áskoranna mætum við í borgina og flytjum ykkur fallegu skagfirsku danslagaperlurnar sem Haukur Þorsteins, Muni, Ninni, Svenni, Geiri, Steini, Gunnar Páll og fleiri gerðu ódauðlegar á Króknum.
Söngvararnir Geirmundur Valtýsson, Pétur Pétursson frá Álftagerði, María Ólafsdóttir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Óli Ólafsson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Magnús Helgason og Sigvaldi Helgi Gunnarsson flytja okkur dægurlagaperlur m.a eftir Eyþór Stefánsson, Guðrúnu Gísladóttur, Geirmund Valtýsson, Ragnheiði Bjarman, Þorbjörgu Ágústdóttur, Angantýssystkinin, Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum og marga fleiri.
Hljómsveitarstjóri og gítarleikari er Þórólfur Stefánsson, bassann plokkar Jón Rafnsson, Daníel Þorsteinsson leikur á píanó og Halldór G. Hauksson leikur á trommur.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.