Skagfirsku dægurlögin í Salnum í Kópavogi

Skagfirðingum í Reykjavík, sem og öðrum, gefst nú loksins tækifæri til að heyra og sjá tónleikana sem slógu svo rækilega í gegn í vor á Sæluvikunni á Sauðárkróki, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikanna.

Vegna fjölda áskorana mætum við í borgina  og flytjum ykkur fallegu skagfirsku danslagaperlurnar sem Haukur Þorsteins, Muni, Ninni, Svenni, Geiri, Steini, Gunnar Páll og fleiri gerðu ódauðlegar á Króknum. Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 4. nóvember í Salnum í Kópavogi.

Söngvararnir Geirmundur Valtýsson, Pétur Pétursson frá Álftagerði, María Ólafsdóttir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Óli Ólafsson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Magnús Helgason og Sigvaldi Helgi Gunnarsson flytja okkur dægurlagaperlur, meðal annars eftir Eyþór Stefánsson, Guðrúnu Gísladóttur, Geirmund Valtýsson, Ragnheiði Bjarman, Þorbjörgu Ágústsdóttur, Angantýsssystkinin, Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum og marga fleiri.

Hljómsveitarstjóri og gítarleikari er Þórólfur Stefánsson, bassann plokkar Jón Rafnson, Daníel Þorsteinsson leikur á pianó og Halldór G. Hauksson leikur á trommur.

Miðasala er hafin á www.salurinn.is  og www.tix.is.

Einnig er hægt að panta miða í síma  441-7500 eftir kl 12 á virkum dögum. 

Hljómsveitarstjóri og allar útsetningar / Þórólfur Stefánsson.
Hugmynd og viðburðarstjórnun / Hulda Jónasdóttir.
Lagaval/ Hulda Jónasdóttir og Þórólfur Stefánsson.
Kynnir kvöldsins / Valgerður Erlingsdóttir. 

Miðasala hefur farið gríðarlega vel af stað og miðarnir rjúka hratt út svo endilega tryggið ykkur miða sem allra fyrst sé áhugi fyrir hendi.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir