Skagfirðingur stelur 48 ára gömlu meti Akureyringa

Fjölskyldan samankomin. Frá vinstri Ástrós Hind, Rúnar Birgir, Bergdís Heba, Hinrik Hugi og Hugrún Ósk.

 Morgunblaðið segir frá því í dag að nýfæddur Skagfirðingur, Hinrik Hugi Rúnarsson sló við fæðingu sína í gær 48 ára gamalt met en Hinrik Hugi vó við fæðingu 23 merkur og var 59 c langur. Til gamans má geta að 23 merkur eru 5810 grömm.

Stoltir foreldrar Hinriks Huga eru Rúnar Birgir Gíslason og Hugrún Ósk Ólafsdóttir. Hinrik Hugi á tvær systur þær Ástrós Hind og Bergdísi Hebu.

Hinrik Hugi var tekinn með keisaraskurði og heilsast stóru fjölskyldunni úr Raftahlíðinni vel og hyggjast snúa heim í Skagafjörð á morgun laugardag.

Feykir óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með litla stóra manninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir