Sjúkrahússparnaður í bókamessu í Frankfurth
Á sama tíma og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki er gert að spara 100 milljónir á árinu 2010 eða á milli 11 og 12 % af rekstrarfé sínu ætlar Menntamálaráðuneytið að ráðstafa 100 milljónum í bókamessu í Frankfurth.
Í frétt á Feyki.is um niðurskurð á Heilbrigðisstofnuninni sl. fimmtudag kom fram að þetta stór niðurskurður komi til með að þýða umtalsverða þjónustuskerðingu fyrir notendur stofnunarinnar auk þess sem ekki sé hægt að lofa að svona stór niðurskurður geti átt sér stað án þess að komi til uppsagna starfsfólks.
En hvað skyldi bókamessa í Frankfurth vera? Jú, að sögn Sigtryggs Magnasonar, hjá Menntamálaráðuneyti, er þetta verkefni sem áveðið var að ráðast í árið 2007. Íslandi var þá boðið að verða heiðursgestur á bókamessu árið 2011. Af því tilefni var ákveðið að eyða 100 milljónum á ári í þrjú ár til verkefnisins eða alls 300 milljónum. -Á bókamessu munum við kynna íslenska menningu bæði bókmenntir og myndlist. Það er okkar mat að um góða landkynningu sé að ræða og þarna muni verða vakin sérstök athygli á íslandi sem komi íslenskri ferðaþjónustu og menningu til góða, segir Sigtryggur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.