Sindri dreginn ti Skagastrandar
Í morgun var draugaskipið Sindri ÞH 400 dreginn úr höfninni á Sauðárkróki en þar hefur hann legið óhreyfður í tvö ár.
Að sögn Gunnars Steingrímssonar hafnarstjóra kom skipið til hafnar í skjóli myrkurs 27. júlí 2007. –Þegar ég kem til vinnu um morguninn liggur skipið við bryggju og ekki nokkur sála um borð, segir Gunnar sem hafði þó upp á eigandanum sem reyndist vera Sæmundur Árelíusson útgerðarmaður en hann ætlaði að gera bátinn út á snurvoð.
Ekkert varð úr því að báturinn færi á veiðar heldur lendir á uppboði þar sem fyrirtækið Hringrás eignast hann og stendur fyrir því að hann er fluttur á Skagaströnd til niðurrifs. Gunnar er feginn að vera laus við skipið og segir að ekkert óreiðuskip sé nú í höfninni á Króknum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.