Sigurjón Þórðarson lendir í ritdeilum á síðu sinni
Sigurjón Þórarson bloggaði í gær um formannafund ÍSÍ sem hann sótti um helgina. í bloggi sínu segir Sigurjón m.a. að aðalumræðan hafi snúist um það hvernig ætti að standa standa vörð um æskulýðs- og ungmennastarf þegar þjóðin horfir fram á síharðnandi kreppu.
Segir Sigurjón á bloggi sínu til upplýsingar fyrir okkur hin að skráðir iðkendur innan íþróttahreyfingarinnar séu 109 þúsund og flestir eru börn og unglingar. Þá segir hann frá því að vinnuframlag innan hreyfingarinnar sé að stórum hluta unnið í sjálfboðavinnu. Jafnframt kemur fram að hreyfingin eigi nú undir högg að sækja við að halda í fjárframlög frá hinu opinbera m.a. að tryggja fjárframlög í ferðasjóð sem nýtist fyrst og fremst börnum og ungmennum á landsbyggðinni.
Þá segir Sigurjón að á fundinum hafi einnig komið upp umræðu um 4 ára gamla heimsókn fjármálastjóra KSÍ á súlustað og þörf á að setja siðareglur í framhaldinu
Í blogginu segir; -Ég vonast til þess að femínistar ætli ekki að notfæra sér súlumálið til þess að sverta íþróttahreyfinguna en með því væru þeir að grafa undan mikilvægu æskulýðsstarfi í landinu. Miklu nær væri fyrir femínista að bjóða ÍSÍ fram aðstoð við að semja siðareglur.
Femínistafélagið og samtök um Kvennaathvarf virðast vera mjög upptekin af því að tengja súlustaði við mansal þó svo að þær tengingar séu ekki alltaf mjög ljósar. Hitt er þó ljósara að eitthvað er um að íslenskar fjölskyldur hafi farið mjög illa út úr heimsóknum á súlustaði, þar sem að rænulitlir eiginmenn hafi misst kortin sín á flug og farið með fjárhag fjölskyldunnar. Þessar heimsóknir hafa orðið miklu hærri en reikningurinn sjálfur hefur hljóðað upp á, þar sem þær hafa leitt til skilnaða.
Ég vonast til þess að femínistar sjái að sér baráttu sinni og beini spjótum sínum í aðrar áttir en að barnastarfi.
Á umræðukerfi Sigurjóns varð allt vitlaust en umræðuna má lesa hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.